Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2012 | 20:00

Íþróttakarl og kona Garðarbæjar valin – Ingunn og Guðjón Henning hlutu viðurkenningar – Óðinn Þór og Gunnhildur þóttu efnilegust

Í gær, 8. janúar fór fram við hátíðlega athöfn í sal FG val á íþróttakarli og konu Garðarbæjar. Það er Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að valinu.   Meðal þeirra, sem tilnefndir voru til að hljóta sæmdarheitið Íþróttakarl og kona Garðarbæjar voru Guðjón Henning Hilmarsson, GKG og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG. Aðrir íþróttamenn, sem tilnefndir voru, voru 6 karlar og 5 konur:

Guðjón Henning Hilmarsson, GKG. Mynd: Golf 1.

Íþróttakarl Garðabæjar 2011

Emil Gunnarsson – blak
Garðar Jóhannsson – knattspyrna
Gunnar Kolbeinn Kristinsson – hnefaleikar
Marvin Valdimarsson – körfuknattleikur
Svavar Már Ólafsson – handknattleikur
Örn Valdimarsson – skotfimi

Íþróttakona Garðabæjar 2011

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – knattspyrna
Hanna Guðrún Stefánsdóttir – handknattleikur
Hanna Rún Óladóttir – dans
Hjördís Eiríksdóttir – blak
Hulda Magnúsdóttir – fimleikar

Íþróttakarl Garðabæjar árið 2011 er Garðar Jóhannsson, knattspyrnumaður og íþróttakona Garðarbæjar er Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, knattspyrnukona.

Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, hlaut viðurkenningu ÍTG sem efnilegasti kylfingurinn 2011. Mynd: Í eigu Óðins Þórs.

Fjölmargir hlutu viðurkenningar m.a. fyrir Íslandsmeistaratitla og eins voru efnilegustu íþróttamenn hverrar íþróttagreinar heiðraðir.  Þau sem þóttu efnilegust í golfinu og hlutu viðurkenningu ÍTG voru Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG.