Nýja eyjuflötin á par-3 7. braut hins nýja Hólsvallar á Siglufirði. Mynd: Af Twitter síðu Edwins Roalds
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 10:30

Ísskóflu-áskorun Edwin Roald á Siglufirði – Myndskeið

Edwin Roald golfvallarhönnuður er að hanna nýja glæsilega golfvöllinn á Siglufirði, Hólsvöll.

Nú þegar öll heimsbyggðin tekur þátt í því sem upp á ensku hefir verið nefnt Ice Bucket Challenge – sem fellst í því að láta hvolfa úr fötu n.b. fötu af ísvatni yfir sig … og skora síðan á 3 aðra að gera slíkt hið sama eða að öðrum kosti styrkja ALS-samtökin, þá ætlar Edwin Roald sko alls ekki að vera eftirbátur neins.   ALS er annars ein tegund MND og má t.a.m. fræðast nánar um þá sjúkdóma með því að SMELLA HÉR: 

Margir kannast við Guðjón Sigurðsson, sem er einn þeirra sem haldinn er MND sjúkdómnum á Íslandi og árlegu styrktarmóti hans á Vatnsleysunni.

Guðjón Sigurðsson. Mynd: Golf 1

Guðjón Sigurðsson. Mynd: Golf 1

Flestir sem taka þátt hvolfa ísvatni yfir höfuð sér OG styrkja ALS-samtökin.

Svona ísfötuáskorun, eins og hún hefir þýdd á íslensku er ekki gild nema tilnefndir séu 3 aðrir sem gera eiga slíkt hið sama.

Edwin Roald tók ísfötuáskorunina í annað veldi þegar hann lét hvolfa kranaskóflufylli af ísvatni yfir sig á Siglufirði s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Henn tilnefndi hins vegar enga aðra til þess að taka áskoruninni og því óvíst hvort hún er gild og eiginlega verður hann að endurtaka ísskóflu áskorunina og skora á einhvern að gera slíkt hið sama 🙂  Svo er spurning ef á að starta svona svipuðu hér á landi hvort ekki ætti að styrkja MND/ALS sjúka á Íslandi, eins og gert er erlendis?

Hér má sjá myndskeiðið af ísskóflu áskorun Edwin Roald SMELLIÐ HÉR: