Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2019 | 14:50

Íslensku piltarnir 3 úr leik á Opna breska áhugamannamóti pilta

Íslensku keppendurnir 3; þeir Dagbjartur Sigurbrandsson, GR; Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Blumenstein, GR eru allir úr leik á Opna breska áhugamannamóti pilta (ens.: R&A Boys Amateur Championship).

Þátttakendur voru 252 og spilað á Austur- og Vesturvöllum Saunton golfstaðarins í Braunton, í Devon skíri í Englandi.

Niðurskurður miðaðist við samtals 4 yfir pari eða betra.

Skor íslensku keppendanna var sem hér segir:

Dagbjartur Sigurbrandsson T-92 á samtals 6 yfir pari, 148 högg (73 75).

Sigurður Blumenstein T-92 á samtals 6 yfir pari, 148 högg (72 76).

Kristófer Karl Karlsson, T-210 á samtals 16 yfir pari, 158 högg (76 82).

Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamóti pilta með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Frá Saunton golfstaðnum í Englandi