Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2013 | 23:00

Íslensku PGA kennararnir í 23. sæti

Íslenskir PGA golfkennarar taka þátt í golfmóti PGA golfkennara (International Teams Championship) sem fram fer á Onyria Palmares Alvor golfvellinum, í Algarve, Portúgal, 10.-13. desember 2013.

Íslensku sveitina skipa þeir: Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Sigurpáll Geir Sveinsson.

Sveit íslenskra PGA golfkennara er í 23. sæti af 26 liðum sem þátt taka.  Á besta skorinu af Íslendingunum er Ingi Rúnar (82 79), næstur er Hlynur Geir (82 81) og Sigurpáll Geir var á 90 og 87.

Samtals er íslenska sveitin á 36 yfir pari, 324 höggum (164 160), en tvö bestu skor hvers dags telja.

Efstir eru Danir á samtals 10 yfir pari eftir 2 daga; næstir eru  Írar, Skotar og Svíar, öll lið  á samtals 12 yfir pari, hvert.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2 daga á golfmóti PGA golfkennara SMELLIÐ HÉR: