Íslensku PGA golfkennararnir luku leik í 22. sæti í Portúgal
Íslenskir PGA golfkennarar tóku þátt í golfmóti PGA golfkennara (International Teams Championship) sem fram fór á Onyria Palmares Alvor golfvellinum, í Algarve, Portúgal, 10.-13. desember 2013 og lauk þ.a.l. í fyrradag.
Íslensku sveitina skipuðu þeir: Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Sigurpáll Geir Sveinsson.
Sveit íslenskra PGA golfkennara varð í 22. sæti af 26 liðum sem þátt tóku. Á besta skorinu af Íslendingunum var Hlynur Geir á samtals 28 yfir pari, 316 höggum (82 81 74 79); næstur var Ingi Rúnar á 29 yfir pari, 317 högg (82 79 73 83) og Sigurpáll Geir rak lestina á samtals 54 yfir pari, 342 höggum (90 87 85 80).
Samtals lék íslenska sveitin á 54 yfir pari, 630 höggum (164 160 147 159), en tvö bestu skor hvers dags töldu.
Í efsta sæti varð lið Hollands skipað þeim Ralph Miller, Robin Swane og Nicolas Nube en samtals spilaði það á 3 yfir pari, 579 höggum og hlaut að sigurlaunum € 6000 eða u.þ.b. 1 milljón íslenskra króna.
Til þess að sjá lokastöðuna á golfmóti PGA golfkennara SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

