Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 13:00

Íslenska piltalandsliðið mætir Belgíu á morgun í viðureign um 3. sætið!!!

Íslenska piltalandsliðið tapaði í dag 3&2 gegn piltalandsliði Sviss á EM piltalandsliða í Kraków, Póllandi.

Þar af leiðandi spilar það um 3. sætið í 2. deild gegn piltalandsliði Belgíu á morgun, en Belgía tapaði í dag 3&2 gegn Wales.

Það verða því Sviss og Wales sem spila um 1. sætið á EM piltalandsliða í 2. deild en bæði lið spila í  1. deild að ári.

Vegna veðurs var keppnisfyrirkomulagi breytt í 1 fjórmenningsleik og 4 tvímenninga.

Lið Íslands skipað GR-ingunum Dagbjarti Sigurbrandssyni og Viktor Inga Einarssyni unnu þá Henry Tschopp og Maxime Muraca í fjórmenningnum 3&1.  Glæsilegt hjá þeim Dagbjarti og Viktor Inga!!!

Ingvar Andri Magnússon, GR vann eina tvímenningsleik Íslands gegn Svisslendingnum Nicola Gerhardsen 3&1.

Hinir tvímenningsleikir Íslands töpuðust, tveir með minnsta mun en einn fremur létt.

Loic Ettlin vann Ragnar Má Ríkarðsson, GM naumt; 2 up.

Aurelien Chevalley vann Arnór Snæ Guðmundsson, GHD einnig naumt; 1 up.

Cedric Gugler vann Kristján Benedikt Sveinsson 8&6.

Sjá má stöðuna á EM piltalandsliða í Póllandi með því að SMELLA HÉR: