Íslenska kvennalandsliðið varð í 33. sæti á heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga
Íslenska kvennalandsliðið endaði í 33. sæti á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga, Espirito Santo Trophy. Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir skipuðu íslenska liðið. Með þeim í för voru þeir Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari.
Mótið fór fram í 29. skipti og hófst keppni miðvikudaginn 24. ágúst og lokadagurinn var 27. ágúst. Keppt var á tveimur völlum. Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi.
Svíar fögnuðu Heimsmeistaratitlinum í þriðja sinn eftir spennandi keppni gegn bandaríska liðinu. Liðin voru á sama höggafjölda, 13 höggum undir pari eða 559 högg samtals. Skor sænska keppandans sem taldi ekki í lokaumferðinni var einu höggi betra en skor bandaríska liðsins – og það réði úrslitum.
Þýskaland og Japan komu þar á eftir á 560 höggum og deildu þau bronsverðlaununum.
Næsta Heimsmeistaramót fer fram árið 2023 þar sem að keppt verður í október í Dubai.
Mótið var 72 holu höggleikur, og 2 bestu skorin af alls 3 töldu á hverjum degi.
Skor íslenska liðsins:
150-150-151=602
Ragnhildur Kristinsdóttir (76 – 77 – 73 – 76) 302 högg
Hulda Clara Gestsdóttir (75 – 73 – 77 – 78) 303 högg
Andrea Bergsdóttir (77 – 78 – 77 – 75) 307 högg
Til þess að sjá úrslitin í liðakeppninni SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
