Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2016 | 18:00

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði T-43 á HM

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 43.-44. sæti á Heimsmeistsaramóti áhugakylfinga sem lauk í Mexíkó í gærkvöld. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum +12 og endaði í 48. sæti. Ísland lék samtals á +47 eða 623 höggum en tvö bestu skorin á hverjum hring töldu.

48. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir 79-76-69-76= 300 högg +12.
132. sæti: Berglind Björnsdóttir 77-89-77-81 = 325 högg +37.
138. sæti: Signý Arnórsdóttir 79-90-79-84 = 329 högg +41.

Suður-Kórea sigraði með yfirburðum á HM en samtals lék liðið á -29 höggum undir pari vallar eða 547 höggum. Suður-Kórea varði þar með HM-titilinn frá árinu 2014 en liðið hefur varið titil tvívegis í röð og fagnaði því Heimsmeistaratitlinum í þriðja sinn í röð og þetta er í fjórða sinn sem Suður-Kórea sigrar á HM (1996, 2010, 2012 og 2014).

Sviss varð í öðru sæti á 568 höggum eða -8 og í þriðja sæti varð lið Íra á -7 samtals eða 569 höggum.

Sjá má skorið í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR:

Sjá má skorið í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: