Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2015 | 23:30

Íslenska kvennalandsliðið í 19. sæti e. 2. dag á EM

Sunna Víðisdóttir, GR stóð sig enn langbest af íslenska kvennalandsliðinu á 2. degi í Evrópumeistaramóti landsliða áhugamanna, sem fram fer í Helsingør Golf Club, í Danmörku. Hún hefir samtals leikið á sléttu pari,  142 höggum (70 72) og er T-13.

Góður árangur Sunnu dugar íslenska líðinu þó skammt því það er nú í 19. sæti af 21 liði og ljóst að það keppir í C-riðli næstu daga.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er líka að standa sig ágætlega í íslenska kvennalandsliðinu hefir leikið á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (72 76) og er T-49.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR; Anna Sólveig Snorradóttir GK og Karen Guðnadóttir, GS hafa allar leikið á 18 yfir pari og deila 105. sætinu af 125 keppendum; en Heiða Guðnadóttir, GM, sem hefir minnstu keppnisreynsluna erlendis í íslenska kvennalandsliðinu bætti sig um heil 7 högg í dag og fór upp um 3 sæti, en hún hefir samtals leikið á 37 yfir pari.

Evrópumeistaramót landsliða áhugamanna stendur 7.-10. júlí 2015.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Evrópumeistaramóti landsliða áhugamanna, SMELLIÐ HÉR: