Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1 Íslendingarnir 5 allir úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
Íslenskr kylfingarnir fimm sem tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer í Wales eru allir úr leik. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur og komust 64 efstu áfram í holukeppnina sem nú tekur við. Keppendur voru rétt rúmlega 280 og var leikið á Pyle & Kenfig og Royal Porthcawl í Wales.
Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Gísli Sveinbergsson (GK) var einu höggi frá því að komast í hóp 64 efstu en hann lék á +5 samtals (75-73).
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék á 70 höggum á fyrsta keppnisdeginum á Pyle vellinum en par vallar er 71. Guðmundur lék illa á öðrum keppnisdeginum eða 82 höggum og endaði á +10 samtals.
Andri Þór Björnsson (GR) lék á +11 (76-77), Haraldur Franklín Magnús (GR) á +19 (80-81) og Rúnar Arnórsson (GK) var á +20 (78-84).
Í fyrra komust Guðmundur, Gísli og Haraldur Franklín í 32 manna úrslit á þessu móti.
Mótið á sér langa sögu og er keppt í 121. skipti að þessu sinn. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna komast inn á þetta mót, Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á Troon i ár, og á tveimur risamótum á næsta ári, Mastersmótinu og Opna bandaríska meistaramótinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
