
Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
Logi Sigurðsson, GS, hlaut Björgvinsskálina 2023, sem veitt er fyrir lægsta skor áhugakylfinga á Íslandsmótinu.
Skálin er veitt í minningu Björgvins Þorsteinssonar, sexfalds Íslandsmeistara, sem er sá kylfingur sem unnið hefir Íslandsmótið í karlaflokki næstoftast, eða 6 sinnum.
Úlfar Jónsson hefir einnig sigrað á Íslandsmótinu 6 sinnum og Birgir Leifur Hafsteinsson, er sá kylfingur sem sigrað hefir oftast á Íslandsmótinu eða alls 7 sinnum.
Verðlaunabikarinn er verðlaunagripur sem Björgvin hlaut fyrir fyrsta sigur sinn á Íslandsmóti árið 1971.
Björgvin tók þátt í 56 Íslandsmótum þar af 55 mótum í röð, sem er met.
Logi er sá þriðji, sem hlýtur Björgvinsskálina en áður hafa hafa hana hlaotið: Arons Snær Júlíusson GKG (2021) og Kristján Þór Einarsson, GM (2022).
Í aðalmyndaglugga: Logi Sigurðsson. Mynd: GSÍ
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023