Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2021 | 02:00

Íslandsmótið 2021: Aron Snær og Hulda Clara efst e. 2. dag

Það eru GKG-ingarnir Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir sem leiða á Íslandsmótinu í höggleik.

Mótið fer að þessu sinni fram á Jaðrinum á Akureyri, dagana 5.-8. ágúst 2021.

Aron Snær hefir spilað á 5 undir pari, 137 höggum (70 67) – Forystumaður 1. dags, Hlynur Bergsson er í 2. sæti á samtals 138 höggum (66 72),

Í þriðja sæti sem stendur hjá körlunum eru klúbbmeistarar GK og GOS Daníel Ísak Steinarsson, GK og Aron Emil Gunnarsson; báðir á 1 undir pari, 141 höggi.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Mynd: GSÍ

Hjá konunum leiðir Hulda Clara enn, eins og segir hér að framan – hún hefir spilað á samtals 3 undir pari, 139 höggum (70 69).

Í 2. sæti er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR á 5 yfir pari og í 3. sæti Perla Sól Sigurbrandsdóttir, á 7 yfir pari.

Sjá má stöðuna á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: