Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2020 | 21:00

Íslandsmótið 2020: Guðrún Brá og Bjarki Íslandsmeistarar 2020

Íslandsmótið í höggleik fór fram dagana 6.-9. ágúst á Hlíðavelli þeirra GM-inga í Mosfellsbæ.

Það eru þau Bjarki Pétursson, GB og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem eru Íslandsmeistarar í höggleik 2020.

Bjarki sigraði á nýju mótsmeti, þ.e. 13 undir pari og sagði í leikslok að sér hefði þótt skemmtilegt að sigra þar sem þetta væri fyrsti sigur hans á Íslandsmótinu í golfi.

Í kvennaflokki réðust úrslit á 3. holu í bráðabana og því ljóst að spennan var gríðarleg. Guðrún Brá hafði betur gegn Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, en þær voru jafnar eftir 72 holur. Áður hafði Guðrún Brá sagt að úrslitin réðust ekki fyrr en á 18. holu lokadaginn, en Ragnhildur var í forystu fyrir lokahringinn. Guðrúnu Brá tókst að jafna við Ragnhildi og síðan sigra í bráðabananum, þ.e. verja Íslandsmeistaratitil sinn. Þetta er 3. árið í röð sem Guðrún Brá er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki.

Sjá má lokastöðuna á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR:

Sjá má helstu úrslit í Íslandsmótinu í höggleik 2020 hér að neðan:

Efstir á Íslandsmótinu í höggleik 2020: F.v.: Rúnar Arnórsson, GK 2.-3. sæti; Bjarki Pétursson, GB Íslandsmeistari í höggleik 2020 og Aron Snær Júlíusson, GKG 2.-3. sæti.

 

Karlaflokkur:

1. Bjarki Pétursson, GKG 275 högg (72-66-69-68) (-13)
2.-3. Rúnar Arnórsson, GK 283 högg (70-71-70-72) (-5)
2.-3. Aron Snær Júlíusson, GKG 283 (69-73-67-74) (-5)
4.-6. Andri Már Óskarsson, GOS 284 högg (75-72-66-71) (-4)
4.-6. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 284 högg (72-71-69-72) (-4)
4.-6. Hlynur Bergsson, GKG 284 högg (74-72-66-72) (-4)

Ólafía Þórunn 3. sæti Guðrún Brá Íslandsmeistari í höggleik 3. árið í röð og Ragnhildur Kristinsdóttir, 2. sæti

Kvennaflokkur:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 289 högg (71-72-72-74) (+1)
*Guðrún sigraði eftir þriggja holu umspil.
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 289 högg (70-71-72-76) (+1)
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 292 högg (69-75-74-74) (+4)
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 308 högg (78-74-78-78) (+20)
5. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 309 högg (80-75-75-79) (+21)

Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarar í höggleik 2020 Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Bjarki Pétursson. Myndir: GSÍ