Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2022 | 08:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022: Pamela Ósk Íslandsmeistari í fl. 13-14 ára stelpna

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst sl.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, sigraði í flokki 13-14 ára. Í úrslitaleiknum var Vala María Sturludóttir GL, mótherji Pamelu en úrslitaleiknum lauk með 6/5 sigri sigri Pamelu.

Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG, varð þriðja en hún sigraði Ernu Steinu Eysteinsdóttur, GR, á 19. holu í bráðabana í leiknum um bronsverðlaunin.

Pamela Ósk sat yfir í 16-manna úrslitum vegna stöðu sinnar á stigalistanum. Á leið sinni að titlinum sigraði Pamela Ósk, Margréti Jónu Eysteinsdóttur, GR, 6/5 í 8-manna úrslitum. Hún sigraði Ernu Steinu Eysteinsdóttur, GR, 5/4 í undanúrslitum.

Sjá má öll úrslit í leikjunum hér að neðan og einnig með því að SMELLA HÉR: