Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 14:00

Íslandsmót golfklúbba 2023: GKG Íslandsmeistarar í telpnaflokki 16 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2023 í flokki 16 ára og yngri fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbb Hellu dagana 21. – 22. júní.

Í stúlknaflokki var keppt í einum riðli og leikin ein umferð í riðlinum þar sem öll liðin mættust innbyrðis.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði og er því Íslandsmeistari golfklúbba í stúlknaflokki 16 ára og yngri árið 2023.

Golfklúbbur Reykjavíkur varð í öðru sæti og Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í þriðja sæti,

Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarasveit GKG á Íslandsmóti golfklúbbi 2023.