Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2020 | 20:00

Íslandsmót golfklúbba 2020: Esja sigraði í 4. deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 4. deild karla fór fram á Þorláksvelli dagana 21.-23. ágúst. Alls tóku 8 klúbbar þátt og var baráttan hörð um að komast upp í 3. deild og að sama skapi forðast fall í 5. deild.

Golfklúbburinn Esja, sem var að taka þátt í fyrsta sinn á Íslandsmóti golfklúbba, sigraði í úrslitum um sigurinn gegn Golfklúbbnum Vestarr frá Grundarfirði.

Sigursveit Golfklúbbsins Esju skipuðu þeir: Birgir Guðjónsson, Björn Þór Hilmarsson,  Guðmundur Ingvi Einarsson,  Ingi Rúnar Gíslason  Magnús Lárusson og Tomas Salmon.

Golfklúbbur Álftaness endaði í neðsta sæti og fellur því í 5. deild.

Sjá má allar viðureignir í 4. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2020 með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslitin í heild hér að neðan:

1 Golfklúbburinn Esja (GE)

2 Golfklúbburinn Vestarr Grundarfirði (GVG)

3 Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ)

4Golfklúbbur Byggðarholts (GBE)

5 Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS)

6 Golfklúbburinn Mostri (GMS)

7 Golfklúbburinn Geysir (GEY)

8 Golfklúbbur Álftaness (GÁ)