Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 15:30

Íslandsmót golfklúbba 2017: GR-konur sigruðu í 1. deild kvenna!!!

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag sunnudaginn 13. ágúst.

Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki.

GR fagnaði sigri í 1. deild kvenna.

Þetta er þriðja árið í röð og í 19. sinn sem GR fagnar þessum titli í kvennaflokki

Íslandsmeistarasveit GR 2017 skipa þær: Ásdís Val­týs­dótt­ir, Berg­lind Björns­dótt­ir, Eva Kar­en Björns­dótt­ir, Halla Björk Ragn­ars­dótt­ir, Jó­hanna Lea Lúðvíks­dótt­ir, Ragn­hildur Krist­ins­dótt­ir og Ragn­hildur Sig­urðardótt­ir.