Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 14:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: GÖ sigurvegari í 4. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag, sunnudaginn 13. ágúst.

Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki.

Golfklúbbur Öndverðarnes (GÖ) fagnaði sigri í 4. deild karla og í 2. sæti varð sveit Golfklúbbsins Geysis – en þessi tvö lið spila í 3. deild að ári.

Leikið var á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.

Sigursveit GÖ skipuðu: Björn A. Bergsson; Benedikt Harðarsson; Ísak Jasonarson;  Sigurður Aðalsteinsson og  Þórir Björgvinsson

Liðsstjóri: Þórir Björgvinsson (3.umf Sigurður Aðalsteinsson)