Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 10:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: GO sigurvegari í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag, sunnudaginn 13. ágúst.

Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki.

GO fagnaði sigri í 3. deild karla og í 2. sæti varð sveit GS – en þessi tvö lið spila í 2. deild að ári.

Leikið var á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnleysustrandar.

Sigursveit GO skipuðu: Otto A. Bjartmarz; Óskar B. Ingason; Philip A. Hunter; Rögnvaldur Magnússon;  Skúli Á. Arnarsson og Theodór S. Blöndal.

Liðsstjóri: Rögnvaldur Magnússon