Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2017 | 12:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (6): Amanda Guðrún sigraði í stúlknaflokki 17-18 ára

Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 25.-27. ágúst.

Mótið var jafnframt sjötta mót tímabilsins. Fella þurfti niður eina umferð í heild sinni á laugardeginum vegna veðurs.

Tveir elstu aldurshóparnir léku því tvær umferðir, á föstudegi og sunnudegi, en aðrir keppnishópar léku eina umferð á sunnudegi við ágætar veðuraðstæður.

Í stúlknalokki, 17-18 ára sigraði Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GR á samtals 22 yfir pari, 164 höggum (89 75).

Heildarúrslit í stúlknaflokki 17-18 ára á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 urðu eftirfarandi:

1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 8 F 39 36 75 4 89 75 164 22
2 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 13 F 40 38 78 7 89 78 167 25
3 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 17 F 46 40 86 15 87 86 173 31
4 Zuzanna Korpak GS 9 F 39 41 80 9 98 80 178 36
5 Sigrún Linda Baldursdóttir GM 22 F 44 53 97 26 88 97 185 43
6 Telma Ösp Einarsdóttir GSS 23 F 53 58 111 40 128 111 239 97