Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 09:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Sigurður Bjarki Blumenstein fékk ás!!!

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, tók þátt í 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri, dagana 28.-30. júlí og lauk í gær.

Sigurður Bjarki keppti í flokki 15-16 ára og stóð sig með afbrigðum vel, landaði næst besta skorinu yfir alla keppendur á mótinu, vann sinn flokk – þ.e. drengjaflokk 15-16 ára og fór m.a. holu í höggi á 2. keppnisdegi (þ.e. 1 degi hjá yngri keppendum).

Draumahöggið sló Sigurður Bjarki á par-3 11. holu Jaðarsvallar.

Ellefta holan er 142 metra af gulum teigum.

Golf 1 óskar Sigurði Bjarka innilega til hamingju með ásinn og góðan árangur í mótinu!!!