Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Ingvar Andri sigraði í piltaflokki 17-18 ára

Íslandsbankamótaröðin fór fram á Jaðarsvelli dagana 28.-30. júlí 2017 og var þetta fimmta og næst síðasta mót tímabilsins hjá börnum og unglingum á stigamótaröð GSÍ.

Tæplega 120 keppendur tóku þátt við fínar aðstæður á Akureyri.

Hitastigið var ekki hátt úti á velli en lítil úrkoma var og vindurinn fór hægt yfir alla keppnisdagana.

Keppt var að venju í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, og léku tveir elstu aldursflokkarnir þrjá hringi en tveir yngstu aldursflokkarnir léku tvo hringi.

Í piltaflokki 17-18 ára voru keppendur 16 og var sigurvegarinn Ingvar Andri Magnússon, GR.

Úrslit í piltaflokki 17-18 ára á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:

1 Ingvar Andri Magnússon GR 1 F 39 39 78 7 67 74 78 219 6
2 Kristján Benedikt Sveinsson GA 3 F 40 35 75 4 73 73 75 221 8
3 Viktor Ingi Einarsson GR 2 F 33 35 68 -3 77 78 68 223 10
4 Ragnar Már Ríkarðsson GM 4 F 40 38 78 7 70 77 78 225 12
5 Arnór Snær Guðmundsson GHD 2 F 39 37 76 5 75 75 76 226 13
6 Lárus Garðar Long GV 5 F 43 40 83 12 74 76 83 233 20
7 Elvar Már Kristinsson GR 7 F 39 45 84 13 78 77 84 239 26
8 Sigurður Már Þórhallsson GR 6 F 39 41 80 9 80 81 80 241 28
9 Sverrir Haraldsson GM 5 F 42 43 85 14 76 82 85 243 30
10 Jón Arnar Sigurðarson GKG 7 F 40 37 77 6 88 82 77 247 34
11 Magnús Friðrik Helgason GKG 7 F 37 42 79 8 82 88 79 249 36
12 Birkir Orri Viðarsson GKG 9 F 39 43 82 11 84 86 82 252 39
13 Aron Breki Aronsson GR 13 F 47 41 88 17 94 88 182 40
14 Hilmar Snær Örvarsson GKG 7 F 46 38 84 13 82 88 84 254 41
15 Arnór Róbertsson GM 13 F 42 46 88 17 88 84 88 260 47
16 Atli Teitur Brynjarsson GL 14 F 40 42 82 11 96 87 82 265 52