Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Eyþór Hrafnar sigraði í piltaflokki 19-21 árs

Íslandsbankamótaröðin fór fram á Jaðarsvelli dagana 28.-30. júlí 2017 og var þetta fimmta og næst síðasta mót tímabilsins hjá börnum og unglingum á stigamótaröð GSÍ.

Tæplega 120 keppendur tóku þátt við fínar aðstæður á Akureyri.

Hitastigið var ekki hátt úti á velli en lítil úrkoma var og vindurinn fór hægt yfir alla keppnisdagana.

Keppt var að venju í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, og léku tveir elstu aldursflokkarnir þrjá hringi en tveir yngstu aldursflokkarnir léku tvo hringi.

Í piltaflokki 19-21 árs voru keppendur 5 og var sigurvegarinn Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA, en sigurskor hans var 8 yfir pari, 221 högg (74 71 76).

Úrslit í piltaflokki 19-21 árs á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:

1 Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 3 F 39 37 76 5 74 71 76 221 8
2 Víðir Steinar Tómasson GA 5 F 41 34 75 4 75 75 75 225 12
3 Stefán Einar Sigmundsson GA 6 F 45 39 84 13 74 77 84 235 22
4 Axel Fannar Elvarsson GL 7 F 43 39 82 11 82 74 82 238 25
5 Daníel Ingi Sigurjónsson GV 6 F 41 39 80 9 82 81 80 243 30