Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Laufey Jóna sigraði í stúlknaflokki (19-21 árs)

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru og lauk því í dag.

Í stúlknaflokki (19-21 árs) var aðeins 1 þátttakandi, en það er samt 100% fjölgun frá því í 1. Íslandsbankamótaraðarmótinu í ár.

Það var Laufey Jóna Jónsdóttir, GS, sem sigraði.

Laufey Jóna lék Leiruna á samtals 40 yfir pari, 256 höggum (89 80 87).

Það væri nú gaman ef fleiri stúlkur tækju þátt og veittu Laufey Jónu samkeppni í komandi mótum, en frábært engu að síður að Laufey Jóna skyldi taka þátt og spila!!!