Helgi Snær Björgvinsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Helgi Snær sigraði í piltaflokki (19-21 árs)

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru.

Þátttakendur í piltaflokki 19-21 árs voru 7 og sigurvegari varð Helgi Snær Björgvinsson, GK.

Helgi Snær lék Leiruna á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 73 79).

Í 2. sæti varð Eggert Kristján Kristmundsson, GR  á 20 yfir pari og í 3. sæti varð Ernir Sigmundsson, GR, á samtals 23 yfir pari.

Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki (19-21 árs) á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 hér að neðan:

1 Helgi Snær Björgvinsson GK 5 F 42 37 79 7 75 73 79 227 11
2 Eggert Kristján Kristmundsson GR 3 F 46 38 84 12 75 77 84 236 20
3 Ernir Sigmundsson GR 4 F 42 39 81 9 79 79 81 239 23
4 Gunnar Blöndahl Guðmundsson GKG 6 F 44 43 87 15 80 74 87 241 25
5 Ragnar Áki Ragnarsson GKG 5 F 40 47 87 15 79 77 87 243 27
6 Yngvi Marinó Gunnarsson GOS 11 F 50 46 96 24 83 79 96 258 42
7 Hilmar Leó Guðmundsson GO 10 17 83 90 94 267 56