Kinga Korpak, GS Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2017 | 08:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Kinga efst í stelpuflokki e. 1. dag – Lék á flottum 69!!!

Það er Kinga Korpak, GS, sem er efst eftir 1. dag á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Strandarvelli á Hellu.

Kinga lék 1. hring á glæsilegum 1 undir pari, 69 höggum.

Þær sem er næst Kingu eru 14 höggum á eftir henni.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í stelpuflokki (14 ára og yngri) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan:

1 Kinga Korpak GS 5 F 35 34 69 -1 69 69 -1
2 Eva María Gestsdóttir GKG 8 F 43 40 83 13 83 83 13
3 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 14 F 44 39 83 13 83 83 13
4 María Eir Guðjónsdóttir GM 19 F 43 41 84 14 84 84 14
5 Bjarney Ósk Harðardóttir GKG 25 F 45 45 90 20 90 90 20
6 Brynja Valdís Ragnarsdóttir GR 19 F 44 46 90 20 90 90 20
7 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 9 F 53 44 97 27 97 97 27
8 Margrét K Olgeirsdóttir Ralston GM 17 F 53 58 111 41 111 111 41