Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 23:59

Íslandsbankamótaröðin 2016: Sigurður Arnar efnilegasti karlkylfingurinn og stigameistari í strákaflokki!!!

Það var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem stóð uppi sem sem efnilegasti karlkylfingur Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 og stigameistari í strákaflokki (14 ára og yngri) í lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Fiskislóð, 19. september 2016.

Þetta er annað árið í röð, sem Sigurði Arnar er stigameistari, en í ár sigraði hann á fimm mótum af alls sex á Íslandsbankamótaröðinni og er þar að auki tvöfaldur Íslandsmeistari, þ.e. bæði í höggleik og holukeppni.

Sérlega glæsilegur árangur þetta hjá Sigurði Arnari!!!

Lokastaða efstu manna á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 í strákaflokki er eftirfarandi:

Böðvar Bragi, Sigurður Arnar og Dagbjartur. Mynd: seth@golf

F.v.: Böðvar Bragi, Sigurður Arnar og Dagbjartur. Mynd: seth@golf

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 9700.00 stig.
2. Böðvar Bragi Pálsson, GR 6627.50 stig.
3. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 6487.50 stig.