Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2016: Ólöf María efnilegasti kvenkylfingurinn og stigameistari í stúlknaflokki (17-18 ára)!

Ólöf María Einarsdóttir, GM gerir ekki endasleppt.

Hún var valin efnilegasti kvenkylfingurinn á lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar, mánudaginn 19. september s.l.

Jafnframt varð Ólöf stigameistari í sínum aldursflokki, 17-18 ára.

Þetta er þriðji stigameistaratitill á ferli Ólafar.

Sjá má lokastöðuna á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í stúlknaflokki (17-18 ára) hér að neðan:

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Ólöf María Einarsdóttir, GM 8070.00 stig.
2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 7667.50 stig.
3. Saga Traustadóttir, GR 6165.00 stig.