Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 22:00

Íslandsbankamótaröðin 2016: Ingvar Andri stigameistari í 4. sinn

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram 19. september 2016, í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík.

Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka.

Stigameistari í drengjaflokki (15-16 ára) á Íslandsbankamótaröðinni 2016 er Ingvar Andri Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Þetta er 2. árið í röð sem Ingvar Andri verður stigameistari í drengjaflokki og 4. árið sem hann fagnar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni.

Staða efstu þriggja á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 í drengjaflokki:

Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Ingvar Andri Magnússon, GR 7520.00 stig.
2. Viktor Ingi Einarsson, GR 6112.50 stig.
3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 5946.25 stig