F.v.: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka; Hulda Clara Gestsdóttir, sem varð í 3. sæti í stelpuflokki á stigalista Íslandsbanka 2015 og Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2016 | 08:00

Íslandsbankamótaröðin 2016: Hulda Clara stigameistari í stelpuflokki!

Það var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem varð stigameistari í stelpuflokki (14 ára og yngri) á Íslandsbankamótaröðinni 2016.

Þetta er fyrsti stigameistaratitill Huldu.

Lokastaðan á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar  í stelpuflokki var eftirfarandi:

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 9100.00 stig.
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 8150.00 stig.
3. Kinga Korpak, GS 7780.0

Ofangreindir þrír kylfingar voru ávallt í verðlaunasæti á öllum sex mótum tímabilsins.