Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 08:50

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Ólöf María efst í stúlknaflokki e. 1. dag

Það er Ólöf María Einarsdóttir, GM, sem er efst eftir 1. dag 6. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, sem hófst á Hvaleyrinni í gær, 9. september 2016.

Ólöf María lék á 12 yfir pari, 83 höggum.

Í 2. sæti eftir 1. dag er Eva Karen Björnsdóttir, GR, en hún er 3 höggum á eftir Ólöfu Maríu.

Staðan eftir 1. dag í stúlknaflokki á þessu 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 er eftirfarandi:

1 Ólöf María Einarsdóttir GM 6 F 43 40 83 12 83 83 12
2 Eva Karen Björnsdóttir GR 8 F 43 43 86 15 86 86 15
3 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 11 F 46 49 95 24 95 95 24
4 Kristín María Þorsteinsdóttir GM 10 F 47 54 101 30 101 101 30
5 Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB 20 F 54 52 106 35 106 106 35