Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 11:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Lárus Ingi sigraði í strákaflokki

Það var Lárus Ingi Antonsson, GA, sem sigraði í strákaflokki á 6. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016, sem lauk í gær á Hvaleyrinni, en tveir hringir voru að venju spilaðir í strákaflokki (10.-11. september).

Lárus Ingi lék á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (73 72).

Í 2. sæti varð Sigurður Arnar Garðarsson, GKG á samtals 6 yfir pari, 145 höggum (78 70).

Úrslitin í strákaflokki voru eftirfarandi: 

Lárus Ingi Antonsson, GA (73-72) 145 högg +3
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (78-70) 148 högg +6
Tómas Eiríksson, GR (80-71) 151 högg +9
Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (80-71) 151 högg +9
Böðvar Bragi Pálsson, GR (75-78) 153 högg +11
Kristján Jökull Marinósson, GS (77-81) 158 högg +16
Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (85-75) 160 högg +18
Svanberg Addi Stefánsson, GK (81-83) 164 högg +22
Pétur Sigurdór Pálsson, GOS (84-81) 165 högg +23
Mikael Máni Sigurðsson, GA (88-79) 167 högg +25