Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 10:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Daníel Ísak sigraði í drengjaflokki

Heimamaðurinn í GK, Daníel Ísak Steinarsson, sigraði í drengjaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem lauk í gær 11. september 2016 á Hvaleyrinni.

Í drengjaflokki voru spilaðir tveir hringir 10.-11. september 2016.

Daníel Ísak lék á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (76 71).

Sverrir Haraldsson, GM og Andri Már Guðmundsson, GM, Ragnar Már Ríkharðsson og Ingvar Andri Magnússon, GR deildu 2. sætinu á samtals 7 yfir pari, hver.

Úrslitin í drengjaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 eru eftirfarandi: 
1.Daníel İ́sak Steinarsson, GK (76-71) 147 högg +5
2.-5.Sverrir Haraldsson, GM (78-71) 149 högg +7
2.-5.Andri Már Guðmundsson, GM (76-73) 149 högg +7
2.-5. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (75-74) 149 högg +7
2.-5.Ingvar Andri Magnússon, GR (74-75) 149 högg +7
6. Magnús Friðrik Helgason, GKG (76-74) 150 högg +8
7. Viktor Ingi Einarsson, GR (76-75) 151 högg +9
8. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV (81-73) 154 högg +12
9.-11. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (79-76) 155 högg +13
9.-11.Aron Emil Gunnarsson, GOS (77-78) 155 högg 13
9.-11. Kristófer Karl Karlsson, GM (74-81) 155 högg +13