Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 12:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Andrea Ýr sigurvegari stelpuflokks

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, sigraði í stelpuflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hvaleyrinni, 10.-11. september, en að venju voru 2 hringir spilaðir í stelpuflokki.

Andrea og Hulda Clara Gestsdóttir voru jafnar eftir 36 holu hring; báðar á samtals 15 yfir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra beggja og sigraði Andrea á 1. holu.

Úrslit í stelpuflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016:

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (75-82) 157 högg +15
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (83-74) 157 högg +15
*Andrea sigraði á fyrstu holu í bráðbana.

Kinga Korpak, GS (82-76) 158 högg +16
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (84-79) 163 högg +21
Eva María Gestsdóttir, GKG (82-85) 167 högg +25