Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 09:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Amanda sigraði í telpuflokki

Það var Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem sigraði á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016.

Amanda er í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík.  Sigurskorið voru samtals 20 yfir pari, 162 högg (85 77)

Í 2. sæti varð Zuzanna Korpak, GK, 3 höggum á eftir.

Sjá má heildarúrslitin í flokki 15-16 ára telpna á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 hér að neðan:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (85-77) 162 högg +20
Zuzanna Korpak, GS (87-78) 165 högg +23
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (88-87) 175 högg +33
Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (86 -91) 177 högg +35
Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG (92-91) 183 högg +41