Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Íslandsmeistarar unglinga krýndir
Íslandsmóti yngri kylfinga lauk í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Keppni var afar spennandi í mörgum flokkum og glæsileg tilþrif sáust hjá keppendum sem voru rúmlega 130.
Sex Íslandsmeistarar voru krýndir á frábærri lokahátíð sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Þar sáu Friðrik Dór og Auddi Blö um að skemmta gestum og keppendum og var góð og létt stemmning í salnum. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunahafhendinguna.
Sýnt var frá 17. braut á lokahringnum á Leirdalsvelli og var bein netútsending frá holunni á sjónvarpsstöðinni sporttv.is. Þar sýndu margir keppendur glæsileg tilþrif og munaði oft litlu að draumahögg yrðu sleginn í beinni útsendingu.
Íslandsmeistarar 2016
14 ára og yngri:
Hulda Klara Gestsdóttir, GKG
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG
15-16 ára:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD
Ingi Rúnar Birgisson, GKG
17-18 ára:
Saga Traustadóttir, GR.
Hlynur Bergsson, GKG.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
