Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 08:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Íslandsmeistarar unglinga krýndir

Íslandsmóti yngri kylfinga lauk í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Keppni var afar spennandi í mörgum flokkum og glæsileg tilþrif sáust hjá keppendum sem voru rúmlega 130.

Sex Íslandsmeistarar voru krýndir á frábærri lokahátíð sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Þar sáu Friðrik Dór og Auddi Blö um að skemmta gestum og keppendum og var góð og létt stemmning í salnum. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunahafhendinguna.

Sýnt var frá 17. braut á lokahringnum á Leirdalsvelli og var bein netútsending frá holunni á sjónvarpsstöðinni sporttv.is. Þar sýndu margir keppendur glæsileg tilþrif og munaði oft litlu að draumahögg yrðu sleginn í beinni útsendingu.

Íslandsmeistarar 2016

14 ára og yngri:
Hulda Klara Gestsdóttir, GKG
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG

15-16 ára:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD
Ingi Rúnar Birgisson, GKG

17-18 ára:
Saga Traustadóttir, GR.
Hlynur Bergsson, GKG.

Texti: GSÍ