Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2016 | 16:30

Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Sigurður Arnar Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki

Það var Sigurður Arnar Garðarson, GKG, sem er Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki á Íslandsmóti Íslandsbankamótaraðarinnar í holukeppni.

Í úrslitaviðureigninni bar Sigurður Arnar sigurorð af Sveini Andra Sigurpálssyni, GM, en kaddý Sveins var afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, golfkennarinn góðkunni Sigurpáll Geir Sveinsson og greinilegt að stífar æfingar eru að skila sig í strákaflokki.

Í 3. sæti varð síðan Böðvar Bragi Pálsson, GR eftir viðureign sína við klúbbfélaga sinn Dagbjart Sigurbrandsson, GR.

Sigurður Arnar vann úrslitaviðureignina við Svein Andra 9&7.

Böðvar Bragi vann leikinn um 3. sætið g. Dagbjarti 2&0.

Sjá má öll úrslit á Íslandsmóti Íslandsbankmótaraðarinnar í unglingaflokki með því að SMELLA HÉR: