Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2016 | 09:15

Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Hulda Clara Íslandsmeistari stelpna í holukeppni

Það er Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem er Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki, en Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram nú um helgina, 10. – 12. júní 2016.

Röð efstu stelpna á Íslandsmóti Íslandsbanka í holukeppni unglinga er eftirfarandi:

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
3. Kinga Korpak, GS.

Hulda Clara, GKG vann Andreu Ýr, GA, á 19. holu og viðureign þeirra æsispennandi.

Kinga Korpak, GS, vann Evu Maríu Gestsdóttur, 2&1 í viðureigninni um 3. sætið.

Glæsilegar stelpurnar okkar!!!

Sjá má öll úrslit á Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR: