Kristófer Karl Íslandsmeistari pilta 17-18 ára í holukeppni 2018 f.m.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2018 | 14:30

Íslandsbankamótaröðin (4): Kristófer Karl Íslandsmeistari í fl. 17-18 ára pilta

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri sl. helgi.

Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára pilta 2018 er Kristófer Karl Karlsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM).

Hann vann lokaviðureignina gegn Viktori Inga Einarssyni, GR 1&0.

Í viðureign um bronsið hafði Sigurður Bjarki Blumenstein betur gegn Páli Birki Reynisson 3&2.

Sjá má skema yfir viðureignir frá 16 manna úrslitum í flokki 17-18 ára pilta á Íslandsmótinu í holukeppni hér að neðan: