Birkir Orri Viðarsson, ásamt kylfusveini. Hann varð í 2. sæti í Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2014, í strákaflokki. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 17:30

Íslandsbankamótaröðin (5): Birkir Orri efstur í strákaflokki – lék Jaðarinn á glæsilegu 1 undir pari!

Það er Birkir Orri Viðarsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem er efstur í strákaflokki eftir fyrri dag 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri.  Birkir Orri lék Jaðarinn á glæsilegu 1 undir pari, 70 höggum. Birkir Orri spilaði jafnt og gott golf í dag en á hringnum fékk hann  2 fugla (á 1. og 13. holu) og einn skolla (á 3. holu).

Í 2. sæti í strákaflokki er Ingvar Andri Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur, 7 höggum á eftir Birki og í 3. sæti er Kristófer Karl Karlsson, úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, á 79 höggum.

Sjá má heildarstöðuna í strákaflokki  eftir fyrri dag 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 

1 Birkir Orri Viðarsson GS 7 F 36 34 70 -1 70 70 -1
2 Ingvar Andri Magnússon GR 1 F 38 39 77 6 77 77 6
3 Kristófer Karl Karlsson GKJ 4 F 41 38 79 8 79 79 8
4 Dagbjartur Sigurbrandsson GR 8 F 42 38 80 9 80 80 9
5 Ragnar Már Ríkarðsson GKJ 5 F 39 41 80 9 80 80 9
6 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 2 F 39 41 80 9 80 80 9
7 Elvar Már Kristinsson GR 8 F 40 41 81 10 81 81 10
8 Björgvin Franz Björgvinsson GKJ 9 F 42 40 82 11 82 82 11
9 Sigurður Bjarki Blumenstein GR 6 F 40 42 82 11 82 82 11
10 Magnús Friðrik Helgason GKG 7 F 43 41 84 13 84 84 13
11 Andri Már Guðmundsson GKJ 10 F 44 41 85 14 85 85 14
12 Ingi Rúnar Birgisson GKG 4 F 42 43 85 14 85 85 14
13 Jón Gunnarsson GKG 8 F 39 46 85 14 85 85 14
14 Daníel Ísak Steinarsson GK 8 F 44 42 86 15 86 86 15
15 Aron Breki Aronsson GR 11 F 43 43 86 15 86 86 15
16 Viktor Ingi Einarsson GR 6 F 42 46 88 17 88 88 17
17 Jón Arnar Sigurðarson GKG 10 F 45 44 89 18 89 89 18
18 Böðvar Bragi Pálsson GR 7 F 45 45 90 19 90 90 19
19 Jakob Emil Pálmason GKG 13 F 47 44 91 20 91 91 20
20 Hilmar Snær Örvarsson GKG 14 F 47 45 92 21 92 92 21
21 Lárus Ingi Antonsson GA 10 F 46 46 92 21 92 92 21
22 Gunnar Aðalgeir Arason GA 20 F 48 46 94 23 94 94 23
23 Dagur Þórhallsson GKG 16 F 49 46 95 24 95 95 24
24 Sverrir Haraldsson GKJ 8 F 46 49 95 24 95 95 24
25 Hákon Ingi Rafnsson GSS 16 F 51 45 96 25 96 96 25
26 Finnbogi Steingrímsson GKJ 11 F 51 45 96 25 96 96 25
27 Flosi Valgeir Jakobsson GKG 15 F 42 55 97 26 97 97 26
28 Tómas Frostason GKG 15 F 49 54 103 32 103 103 32