Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2019 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (4): Jón Gunnar sigraði í fl. 17-18 ára pilta

Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Jaðarsvelli dagana 19.-21. júlí. Mótið var það fjórða á keppnistímabilinu á stigamótaröð unglinga og lauk því nú fyrr í dag.

Leikfyrirkomulagið er höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs voru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum.

Alls voru 116 keppendur skráðir til leiks. Þeir komu frá 12 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir frá GKG eða 26 og GR var með 24 keppendur. Akureyringar vour fjölmennir á heimavelli með 16 keppendur og GK með 14.

GKG 26
GR 24
GA 16
GK 14
GM 12
GL 8
GSS 4
GOS 4
GS 3
NK 3
GH 1
GFB 1

Í piltaflokki 17-18 ára sigraði Jón Gunnarsson, GKG á 5 yfir pari, 218 höggum (74 73 71).  Í 2. sæti varð Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR, 3 höggum á eftir sigurvegaranum, þ.e. á 8 yfir pari, 221 höggi (72 75 74). Í 3. sæti varð síðan heimamaðurinn Lárus Ingi Antonsson, GA, á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (73 75 77).

Sjá má öll úrslit í piltaflokki 17-18 ára hér að neðan:

1 Jón Gunnarsson GKG 4 0 F 5 74 73 71 218
2 Tómas Eiríksson Hjaltested GR 2 3 F 8 72 75 74 221
3 Lárus Ingi Antonsson GA 5 6 F 12 73 75 77 225
T4 Svanberg Addi Stefánsson GK 6 3 F 19 76 82 74 232
T4 Aron Emil Gunnarsson GOS 2 6 F 19 82 73 77 232
6 Bjarni Freyr Valgeirsson GR 6 6 F 22 84 74 77 235
7 Hjalti Hlíðberg Jónasson GKG 7 7 F 23 80 78 78 236
T8 Viktor Markusson Klinger GKG 6 11 F 26 80 77 82 239
T8 Bjarki Snær Halldórsson GK 6 9 F 26 81 78 80 239
T8 Pétur Sigurdór Pálsson GOS 6 7 F 26 85 76 78 239
T11 Arnór Tjörvi Þórsson GR 7 3 F 28 82 85 74 241
T11 Orri Snær Jónsson NK 7 15 F 28 76 79 86 241
13 Arnór Daði Rafnsson GM 10 9 F 30 83 80 80 243
14 Logi Sigurðsson GS 6 5 F 31 82 86 76 244
15 Magnús Yngvi Sigsteinsson GKG 9 6 F 32 87 81 77 245
16 Viktor Snær Ívarsson GKG 7 13 F 34 84 79 84 247
17 Gunnar Aðalgeir Arason GA 7 12 F 37 87 80 83 250
18 Kristján Jökull Marinósson GKG 6 12 F 38 85 83 83 251
19 Egill Orri Valgeirsson GR 8 10 F 40 85 87 81 253
20 Steingrímur Daði Kristjánsson GK 7 11 F 42 91 82 82 255
21 Ólafur Marel Árnason NK 7 14 F 48 89 87 85 261
22 Helgi Freyr Davíðsson GM 10 15 F 57 93 91 86 270