Íslandsbankamótaröðin (4): Helga Kristín og Aron Snær sigruðu í flokki 17-18 ára
Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði í piltaflokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni, en keppni í elstu flokkum er lokið.
Aron Snær spilaði einstaklega vel í mótinu, hann jafnaði vallarmetið af hvítum teigum í gær þegar hann spilaði á 69 höggum, í dag kom hann inn á 74 höggum og endaði á 143 höggum eða einum undir pari.
Í öðru sæti hafnaði Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili á 148 höggum og þriðji varð Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbbi Kópavogs og Garðabæjar á 149 högum.
Piltar 17-18 ára.
1.sæti Aron Snær Júlíusson GKG 69/74=143 -1
2.sæti Ísak Jasonarson GK 75/73=148 +4
3.sæti Ragnar Már Garðarsson GKG 71/78=149 +5
Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum sigraði í stúlknaflokki 17-18 ára en hún lék hringina þrjá á 159 höggum og hafði talsverða yfirburði og sigraði með sjö högga mun.
Í öðru sæti hafnaði Særós Eva Óskarsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 166 höggum og í þriðja sæti hafnaði Gunnhildur Kristjánsdóttir einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 173 höggum.
Stúlkur 17-18 ára
1. sæti Helga Kristín Einarsdóttir NK 81/78=159 +15
2. sæti Særós Eva Óskarsdóttir GKG 85/81=166 +22
3. sæti Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 82/91=173 +29
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
