Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2019 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin 2019 (4): Ragnar Áki sigraði í fl. 19-21 árs

Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Jaðarsvelli dagana 19.-21. júlí. Mótið var það fjórða á keppnistímabilinu á stigamótaröð unglinga og lauk því nú fyrr í dag.

Leikfyrirkomulagið er höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs voru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum.

Alls voru 116 keppendur skráðir til leiks. Þeir komu frá 12 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir frá GKG eða 26 og GR var með 24 keppendur. Akureyringar vour fjölmennir á heimavelli með 16 keppendur og GK með 14.

GKG 26
GR 24
GA 16
GK 14
GM 12
GL 8
GSS 4
GOS 4
GS 3
NK 3
GH 1
GFB 1

Í piltaflokki 19-21 árs sigraði Ragnar Áki Ragnarsson, GKG, en sigurskorið var 27 yfir pari, 240 högg (82 86 72). Í 2. sæti varð Magnús Friðrik Helgason, GKG á 39 yfir pari, 252 höggum (86 86 80) og í 3. sæti varð Birgir Orri Viðarsson, GS á 40 yfir pari, 253 höggum (90 83 80).

Sjá má öll úrslit í flokki 19-21. árs pilta hér að neðan:

1 Ragnar Áki Ragnarsson GKG 6 1 F 27 82 86 72 240
2 Magnús Friðrik Helgason GKG 7 9 F 39 86 86 80 252
3 Birkir Orri Viðarsson GS 8 9 F 40 90 83 80 253
4 Agnar Daði Kristjánsson GH 13 10 F 44 89 87 81 257
5 Bjarki Steinn l. Jónatansson GK 13 14 F 46 84 90 85 259
6 Dagur Þórhallsson GKG 10 16 F 58 95 89 87 271