Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2018 | 14:00

Íslandsbankamótaröðin 2018 (2): Heiðrún Anna sigurvegari í fl. 17-18 ára stúlkna

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram daganna, 1.-3. júní og lauk í gær á Korpunni.

Eldri flokkarnir (fl. 19-21 árs og fl. 17-18 ára) léku 3 hringi.

Í flokki 17-18 ára stúlkna sigraði Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss.

Hún lék hringina 3 á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (74 83 74) og átti 9 högg á næsta keppanda.

Úrslit í stúlknaflokki 17-18 ára á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2018 voru eftirfarandi í heild:

1 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 7 F 38 36 74 2 74 83 74 231 15
2 Zuzanna Korpak GS 6 F 40 39 79 7 83 78 79 240 24
3 Árný Eik Dagsdóttir GKG 8 F 48 38 86 14 80 82 86 248 32
4 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 13 F 42 44 86 14 91 83 86 260 44
5 María Björk Pálsdóttir GKG 10 F 44 46 90 18 100 89 90 279 63