Kinga Korpak, GS Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2015 | 05:00

Íslandsbankamótaröðin 2015 (3): Kinga sigraði í stelpuflokki!

Það var Kinga Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem sigraði á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar.

Kinga lék á samtals 10 yfir pari, 150 höggum (72 78).  Hún átti m.a. glæsilegan hring 1 daginn upp á 2 yfir pari!

Alma Rún Ragnarsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir, báðar úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar urðu T-2 á samtals 25 yfir pari.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA varð síðan í 3. sæti.

Heildarúrslit í stelpuflokki urðu eftirfarandi:

1 Kinga Korpak GS 6 F 38 40 78 8 72 78 150 10
2 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 10 F 46 41 87 17 78 87 165 25
3 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 10 F 34 44 78 8 87 78 165 25
4 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 5 F 43 45 88 18 80 88 168 28
5 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 15 F 43 44 87 17 89 87 176 36
6 Eva María Gestsdóttir GKG 14 F 46 45 91 21 88 91 179 39