Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2015 | 04:00

Íslandsbankamótaröðin 2015 (3): Gerður Hrönn sigraði í telpnaflokki!!!

Það var Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, sem sigraði í telpuflokki á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík.

Gerður Hrönn lék á samtals 12 yfir pari, 155 höggum (73 82) og átti frábæran fyrri hring á 3 yfir pari!!!

Í 2. sæti varð Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD á 26 yfir pari og í 3. sæti Zuzanna Korpak, GS á 33 yfir pari.

Sjá má heildarúrslit í telpuflokki á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 hér að neðan:

1 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 4 F 42 40 82 12 73 82 155 15
2 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 10 F 41 41 82 12 84 82 166 26
3 Zuzanna Korpak GS 7 F 40 44 84 14 89 84 173 33
4 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 9 F 45 47 92 22 90 92 182 42
5 Sigrún Linda Baldursdóttir GM 15 F 42 49 91 21 93 91 184 44