Íslandsbankamótaröðin (2): Viðtal við Ingvar Andra Magnússon
Hér kemur viðtal sem hefði í raun átt að birtast fyrir tæpri viku, en þá stóð Ingvar Andri Magnússon, GR, 12 ára, uppi sem sigurvegari á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þá voru hann og Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, efstir og jafnir í flokki 14 ára og yngri drengja á samtals 8 yfir pari, 148 höggum. Eftir hefðbundnar 36 holur varð því að fara fram bráðabani milli þeirra, þar sem Ingvar Andri vann á 2. holu. Hér fer stutt viðtal við sigurvegarann Ingvar Andra en ítarlegra viðtal hann birtist á morgun.
Golf 1: Innilega til hamingju með sigurinn á 2. móti Íslandsbankaraðarinnar á Hellu. Er þetta 1. sigurinn þinn?
Ingvar Andri: Já, þetta er fyrsti sigurinn á Unglingamótaröðinni, en ég sigraði líka 7 ára á SAS mótaröðinni.
Golf 1: Hvernig fannst þér Strandarvöllur?
Ingvar Andri: Mjög góður – flatirnar voru fínar.
Golf 1: Þetta voru flottir hringir hjá þér á 8 ufir pari, (75 73) – það gekk bara allt upp sérstaklega seinni hringinn þar sem þú fékkst m.a. örn á 10. braut og 3 fugla (á 5., 12. og 13. holu) – er þetta fyrsti örninn þinn?
Ingvar Andri: Nei, ég fékk örn á 9. holu Urriðavallar á síðasta móti Unglingamótaraðarinnar í fyrra.
Golf 1: Hvað varstu að hugsa þegar leikurinn ykkar Kristjáns Benedikts fór í bráðabana – varstu stressaður?
Ingvar Andri: Nei, ég var kominn með svolítið sjálfstraust, því ég var búinn að spila vel þannig að ég var ekkert stressaður.
Golf 1: Hvað gerir þú til þess að verða svona góður í golfi?
Ingvar Andri: Ég æfi mig rosalega mikið – ég er alla daga í Grafarholtinu. Svo er ég líka með golfkennara, Jón Þorstein Hjartarson.
Golf 1: Hver eru markmiðin fyrir sumarið – ætlar þú að spila í öllum mótum á Íslandsbankamótaröðinni?
Ingvar Andri: Já, ég stefni á að vera með í flestum mótum og markmiðin eru bara vera sem efstur á stigalistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

