Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2018 | 23:30

Íslandabankamótaröðin 2018 (2): Birgir Björn sigraði í fl. 19-21 árs pilta

Það var Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2017,  sem stóð uppi sem sigurvegari á 2. móti Íslandsbanka-mótaraðarinnar, í flokki 19-21 árs pilta, sem fram fór á Korpunni við ágætis aðstæður.

Birgir Björn og Björn Óskar Guðjónsson úr GM voru efstir og jafnir á 1 yfir pari, 217 höggum eftir 3 hringi; Birgir Björn (76 70 71 ) og Björn Óskar (72 72 73).

Það varð því að koma til bráðabana milli Birgis Björns og Björns Óskars, þar sem Birgir Björn hafði betur.

Birgir Björn spilar með Bethany Swedes í Kansas, í bandaríska háskólagolfinu og er þegar á 1. ári sínu þar búinn að sigra í 1. móti sínu í Bandaríkjunum, sem sýnir bara hversu frábær kylfingur Birgir Björn er!!!

Á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem varð að stytta vegna veðurs, sigraði Birgir Björn einnig og verður spennandi að fylgjast með honum í sumar!!!

Þess mætti geta að enginn keppandi var í flokki 19-21 árs stúlkna og er það miður.

Úrslit í flokki 19-21 ára pilta í 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar varð eftirafarandi: 

1 Birgir Björn Magnússon GK 3 F 34 37 71 -1 76 70 71 217 1
2 Björn Óskar Guðjónsson GM -1 F 36 37 73 1 72 72 73 217 1
3 Kristófer Orri Þórðarson GKG 1 F 39 36 75 3 73 70 75 218 2
4 Aron Skúli Ingason GM 3 F 37 37 74 2 77 77 74 228 12
5 Lárus Garðar Long GV 5 F 38 36 74 2 79 76 74 229 13
6 Kristján Benedikt Sveinsson GA 2 F 39 36 75 3 76 80 75 231 15
7 Ragnar Áki Ragnarsson GKG 5 F 37 44 81 9 75 88 81 244 28
8 Daníel Ingi Sigurjónsson GV 5 F 41 39 80 8 86 79 80 245 29
9 Sigurður Már Þórhallsson GR 5 F 39 41 80 8 81 87 80 248 32
10 Nökkvi Snær Óðinsson GV 10 F 37 38 75 3 80 95 75 250 34
11 Yngvi Marinó Gunnarsson GOS 9 F 43 39 82 10 84 88 82 254 38
12 Oddur Bjarki Hafstein GR 8 F 45 41 86 14 88 89 86 263 47