Ísland í 2. sæti á EM karla í Luxembourg e. 1. dag!!!
Íslenska karlalandsliðið hóf keppni í dag í 2. deild Evrópumótsins í golfi en keppt er í Lúxemborg. Fyrsti keppnisdagurinn fór vel hjá íslenska liðinu sem er í öðru sæti.
Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknir eru tveir 18 holu hringir í höggleik þar sem fimm bestu skorin gilda hjá hverri þjóð.
Fjórar efstu þjóðirnar í höggleiknum leika til undanúrslita og skiptir miklu máli að enda í einu af þremur efstu sætunum því þrjár þjóðir tryggja sér keppnisrétt á meðal þeirra bestu í Evrópu á næsta ári.
Íslenska liðið lék eins og áður segir gríðarlega vel í dag og er samtals á 2 höggum undir pari en Wales er í efsta sæti á -4 samtals. Tékkar koma þar á eftir á +5 samtals.
Landslið Íslands er þannig skipað og þeir léku þannig á fyrsta hringnum:
Andri Þór Björnsson 69 högg (-3)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson 70 högg (-2)
Haraldur Franklín Magnús 72 högg
Aron Snær Júlíusson 73 högg (+1)
Egill Ragnar Gunnarsson 74 (+2)
Gísli Sveinbergsson 74 högg (+2)
Í fyrra lék Ísland til undanúrslita í þessari deild þar sem keppt var í Póllandi. Þar tapaði Ísland 5-2 gegn Austurríki og í leiknum um þriðja sætið og sæti í efstu deild tapaði Ísland einnig og nú gegn Noregi, 4-3.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
