Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 11:30

Ísfötuáskorunin og Jack Nicklaus – Myndskeið

Þegar golfgoðsögnin Jack Nicklaus er annars vegar þá eru hlutirnir gerðir almennilega … hvort heldur er á golfvellinum eða utan hans.

Svo var einnig þegar Jack Nicklaus tók ísfötuáskoruninni, en meðal þeirra sem búnir voru að skora á Jack að taka þátt voru stórkylfingarnir; „vinir“ hans Gary Player og Greg Norman.

Þeir sem ekki fá nóg af ísfötuáskorununum, en þeim er nú að fara fækkandi, geta skoðað eftirfarandi myndskeið af Jack Nicklaus og co í ísfötuáskoruninni SMELLIÐ HÉR: